Námskeið í Vesturbyggð og Tálknafirði
4.3.2008
Nú er verið að dreifa auglýsingu frá Fræðslumiðstöðinni í hús í Vesturbyggð og á Tálkanfirði. Verið er að auglýsa námskeið í TOK launakerfinu og TOK bókhaldskerfinu. Þessi námskeið verða haldin dagana 11. og 12. mars 2008 á Patreksfirði. Þá er verið að kanna áhuga fyrir námskeiði er kallast Úr mínus í plús og fyrir námsskeiði um fjárfestingar og hlutabréf. Hugmyndin er að halda þessi námskeið í maí en það fer eftir þátttöku hvort það verður hægt.
Á Tálknafirði er nýlokið Excel námskeiði fyrir starfsfólk sveitarfélagsins og á Bíldudal er að ljúka tölvunámskeiði. Leiðbeinendi á Tálknafirði var Ingimundur Óðinn Sverrisson og á Bíldudal Ásdís Snót Guðmundsdóttir.
Þessa auknu starfssemi á svæðinu má þakka Maríu Ragnarsdóttur, hinum nýráðna starfsmanni Fræðslumiðstöðvarinnar á Patreksfirði.
Björn Hafberg, náms- og starfsráðgjafi verður í Vesturbyggð og Tálknafirði fimmtudaginn 6. mars til laugardagins 6. mars n.k.
Björn heimsækir fyrirtæki og stofnanir og býður fólki einstaklingsráðgjöf. Þessi þjónusta er fólki að kostnaðarlausu, vegna þess að menntamálaráðuneytið syrkir fræðslu- og símenntunarmiðstöðvarnar til að vera með svona ráðgjafarstarf út um allt land.
Deila
Nú er verið að dreifa auglýsingu frá Fræðslumiðstöðinni í hús í Vesturbyggð og á Tálkanfirði. Verið er að auglýsa námskeið í TOK launakerfinu og TOK bókhaldskerfinu. Þessi námskeið verða haldin dagana 11. og 12. mars 2008 á Patreksfirði. Þá er verið að kanna áhuga fyrir námskeiði er kallast Úr mínus í plús og fyrir námsskeiði um fjárfestingar og hlutabréf. Hugmyndin er að halda þessi námskeið í maí en það fer eftir þátttöku hvort það verður hægt.
Á Tálknafirði er nýlokið Excel námskeiði fyrir starfsfólk sveitarfélagsins og á Bíldudal er að ljúka tölvunámskeiði. Leiðbeinendi á Tálknafirði var Ingimundur Óðinn Sverrisson og á Bíldudal Ásdís Snót Guðmundsdóttir.
Þessa auknu starfssemi á svæðinu má þakka Maríu Ragnarsdóttur, hinum nýráðna starfsmanni Fræðslumiðstöðvarinnar á Patreksfirði.
Björn Hafberg, náms- og starfsráðgjafi verður í Vesturbyggð og Tálknafirði fimmtudaginn 6. mars til laugardagins 6. mars n.k.
Björn heimsækir fyrirtæki og stofnanir og býður fólki einstaklingsráðgjöf. Þessi þjónusta er fólki að kostnaðarlausu, vegna þess að menntamálaráðuneytið syrkir fræðslu- og símenntunarmiðstöðvarnar til að vera með svona ráðgjafarstarf út um allt land.