Námskeið á Flateyri
Miðvikudaginn 25. maí hefst námskeið í íslensku fyrir útlendinga á Flateyri. Um er að ræða 30 kennslustunda námskeið sem stendur í viku, kennt verður daglega kl. 8:00-12:00 og lýkur námskeiðinu 31. maí. Á námskeiðinu verður lögð megin áhersla á talmál. Kennarar eru Heiðrún Tryggvadóttir og Joanna Majewska.
Einnig er að fara af stað tölvunámskeið á Flateyri miðvikudaginn 25. maí sem lýkur 31. maí. Kennt verður daglega en þar sem tölvurnar eru ekki margar verður boðið upp á tvo hópa, annars vegar kl. 13:00 og hins vegar kl. 15:00. Á námskeiðinu verður fyrst og fremst farið í notkun á tölvupósti og interneti.
Bæði námskeiðin eru kennd í Bryggjuhúsinu á Flateyri. Þau eru haldin í samvinnu við Vinnumálastofnun en allir eru velkomnir. Nánari upplýsingar veitir Sigurborg í síma 456 5011.
Deila
Einnig er að fara af stað tölvunámskeið á Flateyri miðvikudaginn 25. maí sem lýkur 31. maí. Kennt verður daglega en þar sem tölvurnar eru ekki margar verður boðið upp á tvo hópa, annars vegar kl. 13:00 og hins vegar kl. 15:00. Á námskeiðinu verður fyrst og fremst farið í notkun á tölvupósti og interneti.
Bæði námskeiðin eru kennd í Bryggjuhúsinu á Flateyri. Þau eru haldin í samvinnu við Vinnumálastofnun en allir eru velkomnir. Nánari upplýsingar veitir Sigurborg í síma 456 5011.