Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námsaðstoð

Í apríl verður boðið upp á námsaðstoð fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla og fyrstu bekkjum framhaldsskóla. Þetta kemur í framhaldi af því Fræðslumiðstöðin fær við og við fyrirspurnir um hvort og hvar boðið sé upp á slíka aðstoð.

Ekki er um eiginlega kennslu að ræða heldur fá nemendur aðstoð í því námsefni sem þeir eru að vinna að í skólanum hverju sinni. Gert er ráð fyrir að lágmarki 8 í hóp, en hver og einn er þó að vinna í sínu efni.

Boðið verður upp á aðstoð í ensku, dönsku og íslensku á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:00-19:00 og í stærðfræði á þriðjdögum og miðvikudögum kl. 17:00-19:00. Verð fyrir hvert skipti er 3.500 kr.

Fyrsti tíminn er fyrirhugaður mánudaginn 12. apríl. Mikilvægt er að þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu hafi samband við Fræðslumiðstöðina þar sem ekki verður farið af stað nema lágmarksþátttaka náist.
Deila