Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

Í janúar hefst kennsla samkvæmt námskrá sem kallast Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum. Um er að ræða 300 kennslustunda nám ætlað þeim sem eru að minnsta kosti 23 ára, eru starfandi á vinnumarkaði og hafa hafið nám á framhaldsskólastigi en ekki lokið almennum bóklegum greinum með prófi.

Námið hefur hliðsjón af greinanámskrám Aðalnámskrár framhalds-skóla í íslensku, tungumálum, stærðfræði og lífsleikni en með sérstakri áherslu á mismunandi námsnálgun námsmanna og samþættingu námsþátta.

Námið skiptist í eftirfarandi námsþætti:
NámsgreinKennslustundir
Námstækni, sjálfsþekking og samskipti32
Íslenska 66
Danska 36
Enska36
Valáfangartungumálanáms 60
Stærðfræði66
Mat á námi og námsleið4
Samtals 300


Náminu verður skipt á tvær annir, sú fyrri hefst upp úr miðjum janúar og lýkur í maí 2011 og sú síðari stendur frá september til desember 2011.

Kennslutími, það er hvort kennt verður á dagtíma eða eftir venjulegan vinnutíma, ræðst af þátttakendum. Endanleg stundaskrá mun því ekki liggja fyrir fyrr en betur kemur í ljós hverjir ætla að vera með.

Áhugsamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir Smári Haraldsson forstöðumaður Fræðslumiðstöðvarinnar í síma 456 5025.


Deila