Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Nám fyrir lesblinda

Þessa dagana eru staddir hjá Fræðslumiðstöðinni þeir Jón Einar Haraldsson (Lambi) og Sturla Kristjánsson en þeir félagar hafa að miklu leyti séð um að kenna námsskrá sem kallast Aftur í nám og er sérstaklega ætluð lesblindum. Hægt er að fá viðtal við þá og kynningu á þeim úrræðum sem þeir hafa upp á að bjóða með því að hafa samband við Fræðslumiðstöðina í síma 456 5025.

Námsskráin Aftur í nám, sem gefin er út af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, eru 95 kennslustunda nám ætlað þeim sem komnir eru af unglingsaldri og glíma við lestrar? og skriftarörðugleika. Tilgangur námsins er að þjálfa námsmenn í lestri og skrift með aðferðum Ron Davis og efla sjálfstraust þeirra. Auk Ron Davis þjálfunar er farið í sjálfstyrkingu, íslensku og tölvu? og upplýsingatækni. Bæði er um að ræða einstaklings? og hópkennslu.

Fræðslumiðstöðin bauð upp á þessa námsskrá á síðasta ári og tókst vel til. Fyrirhugað er að bjóða hana aftur, byrja nú í vor og klára í haust.
Deila