Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Minningar á myndböndum

Margir eiga mikið af óunnu myndbandsefni sem gæti verið skemmtilegt að vinna með og klippa. Nú býður Fræðslumiðstöðin upp á námskeið fyrir þá sem vilja varðveita minningar á myndböndum.

Á námskeiðinu er farið í hvernig myndefnið er fært af myndatökuvél í tölvu og hvernig klippa má myndefni á einfaldan hátt, setja inn hljóð, tónlist og texta og gera efnið aðgengilegra til spilunar á mismunandi formi. Ekki þarf að eiga fullkomna myndbandsupptökuvél, nóg er að eiga litla stafræna myndavél sem býður upp á myndbandsupptöku.

Notaður verður frír eða tiltölulega ódýr hugbúnaður.

Þátttakendur geta komið með sínar eigin tölvur eða fengið afnot af tölvum Fræðslumiðstöðvarinnar.

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 9. nóvember og verður kennt á þriðjudögum og fimmtudögum, alls í 4 skipti (12 kennslustundir). Kennari er Jóhannes Jónsson í Digi-film. Verð er 15.200 kr.
Deila