Mikilvægt að skrá sig!
Fræðslumiðstöð Vestfjarða vill brýna fyrir fólki mikilvægi þess að skrá sig hafi það áhuga á að sækja námskeið. Við skipulagninu námskeiða er gert ráð fyrir lágmarksfjölda þátttakenda til þess að námskeið standi undir sér. Venjulega er miðað við að þeim lágmarksfjölda sé náð þremur til sjö virkum dögum áður en fyrirhugað námskeið hefst nema annað sé tekið fram. Náist ekki lágmarksfjöldi er námskeiðinu frestað eða því aflýst og þeir sem skráðir eru látnir vita.
Miðstöðin vill koma þessu á framfæri til að koma í veg fyrir að námskeið séu felld niður vegna dræmrar þátttöku en síðan komi í ljós að mun fleiri höfðu áhuga en töldu nóg að mæta á staðinn án skráningar. Einnig vill miðstöðin koma í veg fyrir að fólk fari fýluferð ef einhverjar breytingar hafa orðið á tímasetningu eða námskeið fellt niður, en Fræðslumiðstöðin getur aðeins komið þeim upplýsingum til þeirra sem skráðir eru.
Deila
Miðstöðin vill koma þessu á framfæri til að koma í veg fyrir að námskeið séu felld niður vegna dræmrar þátttöku en síðan komi í ljós að mun fleiri höfðu áhuga en töldu nóg að mæta á staðinn án skráningar. Einnig vill miðstöðin koma í veg fyrir að fólk fari fýluferð ef einhverjar breytingar hafa orðið á tímasetningu eða námskeið fellt niður, en Fræðslumiðstöðin getur aðeins komið þeim upplýsingum til þeirra sem skráðir eru.