Mikil þátttaka í skipstjórnarnámi
25.2.2008

Mikil þátttaka var á 30 tonna skipstjórnarnámskeiðum (pungaprófi) í haust. Svipað var annars staðar á landinu. Stafaði það líklega fyrst og fremst af því að um áramótin tóku gildi ný lög um skipstjórnarréttindi, þar sem viðmiðunin varð lengd í stað rúmmáls skipa. Við þessa breytingu munu réttindin eitthvað minnka.
Á Ísafirði luku 19 þátttakendur náminu, 8 á Reykhólum, 6 á Hólmavík og 1 á Tálknafirði.
Meðfylgjandi mynd er af hluta þátttakendanna á Ísafirði með prófskírteinin í höndunum.
Deila

Mikil þátttaka var á 30 tonna skipstjórnarnámskeiðum (pungaprófi) í haust. Svipað var annars staðar á landinu. Stafaði það líklega fyrst og fremst af því að um áramótin tóku gildi ný lög um skipstjórnarréttindi, þar sem viðmiðunin varð lengd í stað rúmmáls skipa. Við þessa breytingu munu réttindin eitthvað minnka.
Á Ísafirði luku 19 þátttakendur náminu, 8 á Reykhólum, 6 á Hólmavík og 1 á Tálknafirði.
Meðfylgjandi mynd er af hluta þátttakendanna á Ísafirði með prófskírteinin í höndunum.