Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Menntastoðir - fjarnám Ath lengdur umsóknarfrestur

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi hefur leitað til Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða um samstarf við að bjóða svokallaðar Menntastoðir í fjarkennslu. Símenntunarmiðsstöðin býður þetta nám á Vesturlandi og vill með þessu samstarfi við Fræðslumiðstöðina gefa einnig gefa Vestfirðingum tækifæri á þessu námi. Símenntunarmiðstöðin verður með samskonar samstarf við Farskólann á Norðurlandi vestra.

Menntastoðir eru 660 kennslustunda nám, sem menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að framhaldsskólar geti metið námið til eininga. Þá er námið metið fullnægjandi undirbúningur undir frumgreindadeildir Keilis, Bifrastar og Háskólans í Reykjavík.

Kennd eru eftirtaldar greinar: Enska, danska, íslenska, stærðfræði, námstækni, bókfærsla og tölvu- og upplýsingatækni. Kennsluhættir Menntastoða miðast við þarfir fullorðinna nemenda og leitast er við að veita nemendum góða þjónustu.

Námið tekur 2 annir og hefst með staðlotu föstudaginn 21. september í Borgarnesi. Staðlotan verður 5. október.

Kennt verður í gegn um tölvur og geta þátttakendur lært einir sér eða fengið aðstöðu á námsverum símenntunarmiðstöðva þar sem þau eru.

Umsóknarfrestur er til 17. september 2012.Ath. Umsóknarfrestur lengdur til 31. september.

Námið kostar 116.000 kr. Hægt er að sækja um styrki hjá stéttarfélögum fyrir skólagjöldum. Einnig geta atvinnuleitendur sótt um námsstyrk hjá Vinnumálastofnun vegna Menntastoða.

Nánari upplýsingar má nálgast hér inni á www.simenntun.is

Nánari upplýsingar veitir Helga Lind Hjartardóttir verkefnisstjóra Menntastoða hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands í síma 895 1662 eða netfangið helgalind@simenntun.is og tekur hún jafnframt við skráningum.
image
image
Deila