Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Menningararfurinn - Þjóðfræðistofa

Næsti fyrirlestur um menningararfinn verður fimmtudaginn 17. febrúar nk. Þá mun Kristinn Schram þjóðfræðingur og forstöðumaður Þjóðfræðistofu á Ströndum fjalla um starfsemi og verkefni Þjóðfræðistofu. Fyrirlesturinn hefst kl. 17:00 og reikna má með að hann taki um eina klukkustund. Fyrirlesturinn verður í gegnum fjarfundabúnað frá Hólmavík og sendur til Ísafjarðar og Patreksfjarðar.

Fyrirlesturinn er í röð erinda undir heitinu Menningararfurinn, sem Fræðslumiðstöð Vestfjarða stendur fyrir í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands, Vestfirði á miðöldum og Minjavörð Vestfjarða. Fyrirlestrarnir eru sendir út í fjarfundabúnaði.

Aðgangseyrir er 1.000 kr.

Á vef Þjóðfræðistofu (http://www.icef.is/) segir að Þjóðfræðistofa sé rannsóknarstofnun og fræðasetur sem starfrækt sé á Ströndum og sinni rannsóknum og miðlun á landsvísu. Fyrirhugað sé að hún verði sjálfbær vinnustaður háskólamenntaðra starfsmanna sem hafa menntun í íslenskum fræðum, þjóðfræði, sagnfræði og miðlun menningarsögu. Innan ramma Þjóðfræðistofu skal vinna rannsóknar- og miðlunarverkefni um íslenska þjóðfræði og margvísleg samvinnuverkefni á sviði þjóðfræði, menningar og lista.

Á meðal fjölbreyttra verkefna Þjóðfræðistofu eru rannsóknir á ímynd Íslendinga, matarmenningu og gerð heimildarmyndar um slóðir Gísla sögu Súrssonar. Jafnframt kemur Þjóðfræðistofa að upplýsingamiðstöð um íslenska þjóðtrú og þjóðfræði, þar sem veittar eruupplýsingar og fyrirspurnum svarað frá fjölmiðlum, listamönnum, stofnunum og einstaklingum, bæði hér á landi og erlendis frá.
Deila