Melrakkinn sem auðlind
Miðvikudaginn 3. júní býður Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samvinnu við Melrakkasetur Íslands upp á stutt námskeið um refi. Á námskeiðinu verður fjallað um melrakkann sem auðlind sem hægt er að virkja og nýta í sjálfbærri náttúrulífs-ferðamennsku (e. Sustainable wildlife-tourism) á Íslandi.
Um er að ræða tvær kennslustundir. Í þeirri fyrri verður fjallað um tegundina sem slíka, sérstöðu hennar og einkenni, líffræði og útbreiðslusögu. Seinni kennslustundin fjallar um hvar dýrin er helst að finna, vísbendingar um ferðir þeirra, hegðun og útlit, einkenni og ?týpur?. Fjallað verður um hvernig ber að umgangast villta refi og hvað ber að varast. Að lokum verður farið yfir gildandi lög og reglur um villt dýr í náttúru Íslands.
Námskeiðið hefst kl. 18:00 og lýkur kl. 20:20. Kennari á námskeiðinu er Ester Rut Unnsteinsdóttir. Kennt verður í gegnum fjarfundabúnað til Hólmavíkur, Patreksfjarðar og Reykhóla. Námskeiðsgjald eru 2.000 kr.
Deila
Um er að ræða tvær kennslustundir. Í þeirri fyrri verður fjallað um tegundina sem slíka, sérstöðu hennar og einkenni, líffræði og útbreiðslusögu. Seinni kennslustundin fjallar um hvar dýrin er helst að finna, vísbendingar um ferðir þeirra, hegðun og útlit, einkenni og ?týpur?. Fjallað verður um hvernig ber að umgangast villta refi og hvað ber að varast. Að lokum verður farið yfir gildandi lög og reglur um villt dýr í náttúru Íslands.
Námskeiðið hefst kl. 18:00 og lýkur kl. 20:20. Kennari á námskeiðinu er Ester Rut Unnsteinsdóttir. Kennt verður í gegnum fjarfundabúnað til Hólmavíkur, Patreksfjarðar og Reykhóla. Námskeiðsgjald eru 2.000 kr.