Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Markaðsmál og almannatengsl

Gústaf Gústafsson, forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Verkalýðsfélag Vestfirðinga, stendur fyrir námskeiði ætlað þeim sem starfa við, eða vilja starfa við markaðssamskipti.

Tilgangur námskeiðsins er að kynna þátttakendum helstu áherslur og leikreglur í markaðsmálum og almannatengslum. Markmiðið er að auka skilning á þeim leiðum sem best nýtast auk þess að fjalla um verkefni sem hafa náð framúrskarandi árangri hér á landi.

Á námskeiðinu er leitast við að svara eftirfarandi spurningum ásamt mörgum öðrum og að auki skoða raunveruleg dæmi:

  • Hvað eru markaðsmál?

  • Hvernig er hægt að nýta almannatengsl til að ná árangri?

  • Hvað eru samhæfð markaðssamskipti?

  • Hvaða máli skiptir ímynd?

  • Hvaða áhrif hefur vörumerki?


Léttur hádegisverður og gagnamappa innifalin í verði.

Eftirfarandi dagsetningar eru í boði og er hvert námskeið 4,5 tímar (7 kennslustundir):

  • 5. nóvember, laugardagur kl. 10-15.30

  • 8. nóvember, þriðjudagur kl. 10-15.30


Námskeiðið fer fram á Hótel Ísafirði og kennari er Gústaf Gústafsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða. Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Gústaf í síma 662-4156 eða í gegnum tölvupóst á netfangið {encode="gustigusta@gmail.com" title="gustigusta@gmail.com"}.

Tekið er við skráningum hjá Fræðslumiðstöðinni í síma 456 5025 og á vef miðstöðvarinnar frmst.is.

Vakin er athygli á því að mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði vegna námskeiða.
Deila