Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Margt í boði í apríl

Í apríl kennir ýmissa grasa hjá Fræðslumiðstöðinni.

Dagana 14.-15. apríl er boðið upp á tvö helgarnámskeið, annars vegar körfugerð og hins vegar skrautskrift. Laugardaginn 14. hefst einnig ljósmyndanámskeið sem stendur í fjórar vikur.

Helgina þar á eftir, 21.-22. apríl, hefjast einnig þrjú námskeið, vélgæsla sem Guðmundur Einarsson stendur að í samvinnu við Fræðslumiðstöðina og hefur notið mikilla vinsælda árum saman, framhald á námskeiði í víravirki sem haldið var fyrr í vetur og þótti takast mjög vel og nýtt og spennandi námskeið um tálgun í tré.

Miðvikudaginn 25. apríl hefst námskeið um ferðamennsku, námskeið sem Fræðslumiðstöðin hefur ekki verið með áður.

Loks má nefna fyrirlestur í fyrirlestraröðinni um náttúruna, en fimmtudaginn 26. apríl ætlar Þorleifur Eiríksson forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða að fjalla um þverun fjarða.

Það er sem sagt af nægu að taka og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst.
Deila