Mannauðurinn - Pólland
13. janúar 2013
Þriðji fyrirlestur Róta og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða um Mannauðinn og menningarlega fjölbreytni verður fimmtudaginn 17. janúar, kl. 17 ? 18.
Þá munu þær Elzbieta Anna og Maria Jolanta Kowalczyk fjalla um Pólland og segja frá landi og þjóð, mannlífi og menningu.
Fyrirlesturinn verður fluttur á Patreksfirði, en varpað með fjarfundabúnaði til annarra staða á Vestfjörðum. Á Ísafirði verður hann hjá Fræðslumiðstöðinni að Suðurgötu 12.
Fyrirlestrar í þessari röð eru að jafnaði kl. 17 ? 18 þriðja fimmtudag hvers mánaðar og sendir út í fjarfundabúnaði.
Markmið með þessari fyrirlestraröð er að kynna fjölbreytileika mannlífsins á Vestfjörðum, gefa sýn á uppruna, menningu og hefðir nokkurra þeirra þjóða sem hér búa og auka þannig skilning og samheldni í samfélaginu. Fyrirlestrunum er einnig ætlað að hjálpa til við að kalla fram möguleika á að nýta þessa fjölbreytni, svo sem í viðskiptum og ferðaþjónustu.
Fyrirlestrarnir eru á íslensku.
Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og ekki er þörf á að skrá sig fyrirfram.
Aðgangseyrir er eitt þúsund krónur á mann.
Maria Jolanta Kowalczyk (Mariola) lauk söngnámi frá Tónlistarháskólanum í Kraká árið 1980. Síðan þá hefur hún verið virt söngkona í heimalandi sínu og komið fram á tónleikum víða um heim, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Belgíu, Grikklandi, Tyrklandi, Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi, Ítalíu og Finnlandi auk Íslands, og hvarvetna hlotið mikið lof fyrir söng sinn. Þá hefur Mariola tekið þátt í fjölmörgum tónlistarhátíðum í heimalandi sínu m.a. ,,Tónlist í gömlu Kraká?, ,,Haust í Varsjá?, Vratislaw Cantans? og Tónlistarhátíðinni í Baranów.
Mariola starfaði um árabil við óperuhúsin í Kraká og Bytom og söng með ,,Capella Cracoviensis? og ,,Capella Bydgosciensis?. Hún hefur sungið með sinfóníuhljómsveitum í flutningi á óratoríum, fyrir pólska útvarpið og hafa margar erlendar útvarps- og sjónvarpsstöðvar gert upptökur með söng hennar.
Mariola flutti til Íslands árið 1994 þar sem hún gegndi skólastjórastöðu Tónskólans á Hólmavík og stjórnaði Kirkjukór Hólmavíkur. Hún flutti til Ísafjarðar í september 2000 og fór að kenna við Tónlistarskóla Ísafjarðar og Tónlistarskólann í Bolungarvík. Mariola stjórnaði stúlknakór Tónlistarskóla Ísafjarðar frá árinu 2000 þar til hún hætti störfum við skólann 2002. Hún var kennari og síðar skólastjóri við Tónlistarskólann í Bolungarvík og var kórstjóri Kirkjukóranna á Flateyri og Holti og Karlakórsins Ernis af norðursvæði Vestfjarðakjálkans.
Um áramótin 2007-8 fluttist Mariola til Patreksfjarðar og er tónlistarkennari í Vesturbyggð ásamt því að vera söngstjóri kirkjukórs Patreksfjarðar og Karlakórsins Vestra.
Elzbieta Anna Kowalczyk fluttist til Íslands árið 1994. Elzbieta hóf nám í sellóleik en snéri sér fljótlega að píanóleik og lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Kraká 1986. Sex árum síðar lauk hún söngprófi frá Tónlistarskólanum í Nowy Targ.
Elzbieta hefur verið undirleikari systra sinna, Mariolu og Evu (sem er þekkt söngkona í Póllandi) innan og utan Póllands og hefur einnig starfað með Sinfóníuhljómsveit og kór pólska ríkisútvarpsins.
Elzbieta starfaði við tónlistarkennslu á Hólmavík frá 1994 þar til hún fluttist til Ísafjarðar haustið 2000. Hún hóf störf við Tónlistarskóla Ísafjarðar og Tónlistarskólann í Bolungarvík þá um haustið. Elzbieta var kennari við Tónlistarskólann í Bolungarvík og starfaði sem organisti hjá kirkjukórunum á Flateyri og Holti í Önundarfirði og var píanóleikari hjá Karlakórnum Erni á norðursvæði Vestfjarðakjálkans.
Um áramótin 2007-8 fluttist Elzbieta til Patreksfjarðar og er skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar ásamt því að vera organisti hjá kirkjukór Patreksfjarðar og píanóleikari Karlakórsins Vestra.
Deila
Þriðji fyrirlestur Róta og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða um Mannauðinn og menningarlega fjölbreytni verður fimmtudaginn 17. janúar, kl. 17 ? 18.
Þá munu þær Elzbieta Anna og Maria Jolanta Kowalczyk fjalla um Pólland og segja frá landi og þjóð, mannlífi og menningu.
Fyrirlesturinn verður fluttur á Patreksfirði, en varpað með fjarfundabúnaði til annarra staða á Vestfjörðum. Á Ísafirði verður hann hjá Fræðslumiðstöðinni að Suðurgötu 12.
Fyrirlestrar í þessari röð eru að jafnaði kl. 17 ? 18 þriðja fimmtudag hvers mánaðar og sendir út í fjarfundabúnaði.
Markmið með þessari fyrirlestraröð er að kynna fjölbreytileika mannlífsins á Vestfjörðum, gefa sýn á uppruna, menningu og hefðir nokkurra þeirra þjóða sem hér búa og auka þannig skilning og samheldni í samfélaginu. Fyrirlestrunum er einnig ætlað að hjálpa til við að kalla fram möguleika á að nýta þessa fjölbreytni, svo sem í viðskiptum og ferðaþjónustu.
Fyrirlestrarnir eru á íslensku.
Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og ekki er þörf á að skrá sig fyrirfram.
Aðgangseyrir er eitt þúsund krónur á mann.
Maria Jolanta Kowalczyk (Mariola) lauk söngnámi frá Tónlistarháskólanum í Kraká árið 1980. Síðan þá hefur hún verið virt söngkona í heimalandi sínu og komið fram á tónleikum víða um heim, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Belgíu, Grikklandi, Tyrklandi, Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi, Ítalíu og Finnlandi auk Íslands, og hvarvetna hlotið mikið lof fyrir söng sinn. Þá hefur Mariola tekið þátt í fjölmörgum tónlistarhátíðum í heimalandi sínu m.a. ,,Tónlist í gömlu Kraká?, ,,Haust í Varsjá?, Vratislaw Cantans? og Tónlistarhátíðinni í Baranów.
Mariola starfaði um árabil við óperuhúsin í Kraká og Bytom og söng með ,,Capella Cracoviensis? og ,,Capella Bydgosciensis?. Hún hefur sungið með sinfóníuhljómsveitum í flutningi á óratoríum, fyrir pólska útvarpið og hafa margar erlendar útvarps- og sjónvarpsstöðvar gert upptökur með söng hennar.
Mariola flutti til Íslands árið 1994 þar sem hún gegndi skólastjórastöðu Tónskólans á Hólmavík og stjórnaði Kirkjukór Hólmavíkur. Hún flutti til Ísafjarðar í september 2000 og fór að kenna við Tónlistarskóla Ísafjarðar og Tónlistarskólann í Bolungarvík. Mariola stjórnaði stúlknakór Tónlistarskóla Ísafjarðar frá árinu 2000 þar til hún hætti störfum við skólann 2002. Hún var kennari og síðar skólastjóri við Tónlistarskólann í Bolungarvík og var kórstjóri Kirkjukóranna á Flateyri og Holti og Karlakórsins Ernis af norðursvæði Vestfjarðakjálkans.
Um áramótin 2007-8 fluttist Mariola til Patreksfjarðar og er tónlistarkennari í Vesturbyggð ásamt því að vera söngstjóri kirkjukórs Patreksfjarðar og Karlakórsins Vestra.
Elzbieta Anna Kowalczyk fluttist til Íslands árið 1994. Elzbieta hóf nám í sellóleik en snéri sér fljótlega að píanóleik og lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Kraká 1986. Sex árum síðar lauk hún söngprófi frá Tónlistarskólanum í Nowy Targ.
Elzbieta hefur verið undirleikari systra sinna, Mariolu og Evu (sem er þekkt söngkona í Póllandi) innan og utan Póllands og hefur einnig starfað með Sinfóníuhljómsveit og kór pólska ríkisútvarpsins.
Elzbieta starfaði við tónlistarkennslu á Hólmavík frá 1994 þar til hún fluttist til Ísafjarðar haustið 2000. Hún hóf störf við Tónlistarskóla Ísafjarðar og Tónlistarskólann í Bolungarvík þá um haustið. Elzbieta var kennari við Tónlistarskólann í Bolungarvík og starfaði sem organisti hjá kirkjukórunum á Flateyri og Holti í Önundarfirði og var píanóleikari hjá Karlakórnum Erni á norðursvæði Vestfjarðakjálkans.
Um áramótin 2007-8 fluttist Elzbieta til Patreksfjarðar og er skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar ásamt því að vera organisti hjá kirkjukór Patreksfjarðar og píanóleikari Karlakórsins Vestra.