Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Ljósmyndanámskeið fyrir Canon notendur 11. maí

7. maí 2013


Nú er tækifæri fyrir þá sem eiga Canon myndavél að læra betur á vélina.

Laugardaginn 11. maí kl. 10:00-17:00 verður haldið námskeið í Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði fyrir notendur Canon EOS 1000D, 1100D, 350D, 400D, 450D, 500D, 550D, 600D, 650D, 20D, 30D, 40D, 50D, 60D og 7D. Um er að ræða námskeið fyrir byrjendur sem vilja læra á vélina sína og að taka enn betri myndir.

Þátttakendur mæta með vélina sína og farið verður saman yfir allar helstu stillingar, sbr. ljósop, hraða, dýptarskerpu, ljósnæmni (ISO), ljóshita (White Balance), stillingar vélarinnar, táknin á skjánum, ásamt myndbyggingu o.fl.

Kennari á námskeiðinu er Þórhallur Jónsson, höfundur hinnar vinsælu ljósmyndabókar ?Stafræn ljósmyndun á Canon EOS?. Þórhallur er eigandi Pedro mynda á Akureyri og hefur mikla reynslu í kennslu svona námskeiða.

Þátttökugjald er 19.900 kr. og er ljósmyndabókin ?Stafræn ljósmyndun á Canon EOS? innifalin. Ef viðkomandi á bókina þá er þátttökugjald 16.000 kr.

image
Deila