Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Litlu jól

Fimmtudaginn 15. desember komu saman hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða góður hópur og fagnaði haustannarlokum með því að syngja saman jólalögin undir stjórn Guðrúnar Jónsdóttur og gæða sér á heitu súkkulaði og meðlæti. Er þetta orðin árviss viðburður á aðventunni og alltaf jafn mikið tilhlökkunarefni. Jafnframt voru til sýnis listmunir unnir á síðasta námskeiði hjá Sigríði Magnúsdóttur.

Hér var á ferðinni fólk með fötlun sem hefur verið iðið við að mæta á námskeiðin sem í boði hafa verið m.a. matreiðslunámskeið, tónlistarnámskeið og föndurnámskeið. Eftir áramót verður svo tekinn upp þráðurinn á ný og boði upp á námskeið í sundleikfimi og dansi ásamt ýmsu öðru.

image
Margir fallegir gripir voru gerðir á námskeiði hjá Sigríði Magnúsdóttur. Einhverjir rata sjálfsagt í jólapakka.

image
Eins og tilheyrir á litlu jólum þá var boðið upp á ljúffengar kræsingar.

image
Hópurinn saman kominn.

image
Hjalti leggur Guðrúnu söngkonu lið við undirspilið.
Deila