Líflegt hjá Fræðslumiðstöðinni
Síðustu vikurnar hefur verið mikið líf hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Þar hefur verið stundað nám af margvíslegum toga og fjöldi manns verið í miðstöðinni á hverjum degi. Náminu má skipta í tvo flokka. Annars vegar eru tómstundanámskeiðin og hins vegar formlegra nám. Slíkt er gjarnan fyrir fólk sem ekki hefur lokið námi við framhaldsskóla og er það stundum kallað það annað tækifæri til náms. Dæmi um fyrrnefnda flokkinn er námskeiðið Að setja rennilás í lopapeysu, sem haldið var á Ísafirði fimmtudaginn 5. nóvember s.l. Leiðbeinandi var Valdís Bára Kristjánsdóttir. Meðfylgjandi myndir eru frá námskeiðinu.
Deila