Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Leiðin að hjarta gestsins ? framúrskarandi þjónusta

Þriðjudaginn 17. maí verður haldið námskeið fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu sem kallast Leiðin að hjarta gestsins. Markmið námskeiðsins er að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja fái skýrari sýn á hvernig þeir og starfsfólk fyrirtækisins geti veitt þjónustu umfram væntingar. Einnig að stjórnendur séu betur í stakk búnir að leiðbeina starfsfólki sínu í samskiptum við gesti allt frá upphafi samskipta við bókun og til brottfarar.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Margrét Reynisdóttir, M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, M.Sc. í alþjóða markaðsfræði frá University of Strathclyde í Glasgow og B.Sc. í matvælafræði frá Oregon State University í Bandaríkjunum og Örn Árnason leikari.

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Ferðaþjónustu bænda og Samtök ferðaþjóustunnar og verður kennt hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12, á Ísafirði. Námskeiðið stendur frá kl. 13:00 til 17:00. Verð á námskeiðið er 17.000 kr. og er miðað við að lágmarki 20 þátttakendur.


image
Deila