Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Lærðu að sýra þitt eigið grænmeti og bættu heilsuna

Fallegar krukkur með sýrðu grænmeti
Fallegar krukkur með sýrðu grænmeti

Um helgina geta Ísfirðingar og nærsveitungar lært að sýra sitt eigið grænmeti á námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

Dagný Hermannsdóttir, súrkálsfíkill með meiru, mun mæta á staðinn á laugardag og kenna þátttakendum listina að sýra sitt eigið grænmeti. Dagný er mikill viskubrunnur þegar kemur að þessir ævagömlu náttúrulegu leið til að geyma grænmeti. Undanfarið hefur hún haldið fjölmörg námskeið víða um land sem notið hafa mikilla vinsælda. Einnig heldur hún út facebókarsíðunni „Súrkál og annað mjólkursýrt grænmeti”.

Sýrt grænmeti er einstaklega holl afurð því það að kallar fram ýmsar góðar bakteríur og gerla sem eru góðir fyrir þarmaflóruna, auk þess sem vítamín varðveitast einstaklega vel með þessari aðferð. Þá er sýrt grænmeti auðmeltanlegra en ferskt.

Engin sérstök tól eða tæki þarf til að sýra grænmeti, nægir að eiga skurðarbretti, hníf og krukku.

Með námskeiðinu gefst einstakt tækifæri fyrir þá sem hugsa um heilsuna að ná sér í þekkingu og upplagt fyrir grænmetisætur og þá sem aðhyllast vegan matarræði. Kennslan verður bæði í formi fyrirlesturs og sýnikennslu. Boðið verður upp á smakka á um tuttugu útgáfum af sýrðu grænmeti og þátttakendur fá bækling þar sem tekin eru saman helstu atriði sem hafa þarf í huga auk nokkurra uppskrifta.

Áhugsömum er bent á að enn er hægt að skrá sig, annað hvort á vef Fræðslumiðstöðvarinnar eða í síma 456 5025.

 

Deila