Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

LICTED Evrópuverkefni

Samstarfshópurinn
Samstarfshópurinn

Nýverið hlaut Fræðslumiðstöð Vestfjarða Erasmus+ styrk til að leiða verkefnið LICTED. En það stendur fyrir Literacy and ICT in adult education in rural environment. En á íslensku myndi það þýðast sem: Læsi og upplýsingatækni í fullorðinsfræðslu í dreifðum byggðum. 

Verkefnið er okkur afar mikilvægt þar sem önnur lönd sem taka þátt eins og Spánn, Þýskaland og Lettland eru í sömu sporum og við þ.e. hvernig á að sinna fullorðinsfræðslu í dreifðum byggðum. Hvernig náum við til fólks sem er staðsett víðfemu landrými og langt á milli staða.

Til þess að svo sé þarf að tryggja læsi og upplýsingatækni. Helstu svör sem við fáum þegar við spyrjum hvernig við eigum að sinna svona víðfemu svæði er að við eigum að setja allt í gegnum netið. En hinsvegar verður það að segjast að það er enn fullt af fólki sem ekki er nógu sterkt í upplýsingatækni og þurfa aðstoð í byrjun til að verða fær í upplýsingatækni. 

Okkar verkefni gengur út á að mennta leiðbeinendur og kennara í fullorðinsfræðslu hvernig þeir geti aðstoðað námsmenn sem eru að byrja aftur í námi eftir hlé. 

Við ætlum að gera það með því að búa til mini myndklippur fyrir leiðbeinendur okkar um hvernig þeir geti eflt nemendur sína í læsi og upplýsingatækni. 

Útbúa spurningalista fyrir kennara, þannig þeir eigi samtal við sína nemendur hvernig þeir geti miðlað til þeirra á sem árangursríkan hátt þannig að nemendur vilja halda áfram að nema. 

Að lokum munum við birta tvo stutta leiðbeiningar bæklinga um hvernig er best að miðla/kenna læsi og upplýsingatækni. 

Við hlökkum til að takast á við þetta spennandi verkefni og heimsækja samstarfslöndin til að sjá hvernig þau eru að vinna að fullorðinsfræðslu í sínum heimalöndum. 

Deila