Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Kynningarfundur um raunfærnimat

Björn E. Hafberg náms- og starfsráðgjafi heldur kynningarfund um raunfærnimat í Fræðslumiðstöðinni að Suðurgötu 12 á Ísafirði fimmtdagskvöldið 18. ágúst kl. 20.

Á fundinum verður raunfærnimat kynnt. Í raunfærnimati er gengið út frá þeirri grundavallarsýn að meira máli skipti hvaða þekkingu og færni fólk búi yfir, heldur en hvernig þess hafi verið aflað. Þess vegna er færni sem fólk hefur aflað sér úti á vinnumarkaðinum metin á móti námi í skóla. Það á bæði við fólk sem starfar í iðngreinum án þess að hafa lokið sveinsprófi og við ýmis önnur störf. Í raunfærnimati í iðngreinum er þekking og færni sem fólk hefur aflað sér úti á vinnumarkaðinum metin á móti áföngum í iðnnámi. Í nokkrum störfum, sem ekki eru löggiltar iðngreinar, hefur einnig verið þróað raunfærnimat.

Raunfærnimatið hefur verið þróað af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í samvinnu við menntasetur iðngreina, þ.e. Iðuna - fræðslusetur og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins. Þessar stofnanir bera jafnframt faglega ábyrgð á matinu.

Í greinum sem ekki eru löggiltar iðngreinar hefur Fræðslumiðstöð atvinnulífsins þróað raunfærnimat með viðkomandi fyrirtækjum eða ábyrgðaraðilum.

Allir eru velkomnir á fundinn.
Ekki er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram.
Deila