Kynning á smáskipanámi
Fimmtudaginn 21. janúar kl. 20:00 verður haldinn opinn kynningarfundur um smáskipanám. Á fundinum verður farið yfir fyrirkomulag námsins og kennslutími ákveðinn í samráði við væntanlega þátttakendur. Áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér málið.
Smáskipanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteinin nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður. Réttindin miðast skv. því við skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd, m.v. að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma skv. reglugerð nr. 393/2008.
Námið er 105 kennslustundir og kennari er Hjalti Már Hjaltason. Verð er 105.000 kr.
Athugið að í mörgum tilfellum styrkja stéttarfélög félagsmenn sína með endurgreiðslu hluta námskeiðsgjalda.
Deila
Smáskipanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteinin nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður. Réttindin miðast skv. því við skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd, m.v. að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma skv. reglugerð nr. 393/2008.
Námið er 105 kennslustundir og kennari er Hjalti Már Hjaltason. Verð er 105.000 kr.
Athugið að í mörgum tilfellum styrkja stéttarfélög félagsmenn sína með endurgreiðslu hluta námskeiðsgjalda.