Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Kynning á raunfærnimati

24. janúar 2012
Fimmtudaginn 26. janúar n.k. verður kynning á raunfærnimat. Að kynningunni standa IDAN ? fræðslusetur, Mímir ? símenntun og Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

Á fundinum munu náms ? og starfsráðgjafarnir Iðunn Kjartansdóttir hjá IDUNNI og Sigríður Dísa Gunnarsdóttir hjá Mími kynna raunfærnimat. Kynning þeirra fer fram um fjarfundabúnað, en Björn Hafberg kollegi þeirra verður á staðnum, þeim til fulltingis og þátttakendum til aðstoðar.

Raunfærnimat er aðferð fyrir þá sem eru á vinnumarkaði til að fá færni sína, þekkingu og reynslu úr starfi metna til eininga í formlegu námi eða starfi. Raunfærnimat hefur verið þróað í flestum iðngreinum og nokkrum öðrum starfsgreinum. Listi yfir þessar starfsgreinar eru hér að neðan.

Inntökuskilyrði í raunfærnimat í iðngreinum er 25 ára lífaldur og 60 mánaða starf í faginu, staðfest með opinberum gögnum. Gangist einstaklingur undir raunfærnimat liggur fyrir hver staða hans er í viðkomandi grein og jafnframt hverju hann þarf að bæta við sig til að ljúka ákveðnu námi, t.d. iðnnámi þannig að hann geti gengist undir sveinspróf.

Inntökuskilyrði í verslunargreinum er 23 ára lífaldur og 3 ára starfsreynsla, í skrifstofugreinum, 25 ára lífaldur og 3 ára starfsreynsla og í vinnu með börnum á leikskóla eða í grunnskóla 25 ára lífaldur og 5 ára starfsreynsla.

Á fundinum verður almenn kynning á raunfærnimati, hvernig það fer fram, hvaða greinar það nær yfir og hvað tekur við að matinu loknu.
Kynningin verður hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, að Suðurgötu 12 á Ísafirði fimmtudaginn 26. Janúar n.k. og hefst kl. 20.

Kynningin er frí og öllum opin.

image
imageimage

Greinar í raunfærnimat.pdf
Deila