Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Konfekt

Konfekt er órjúfanlegur hluti jólanna í hugum margra.

Nú er upplagt tækifæri til þess að læra að gera sitt eigið konfekt því þriðjudaginn 22. nóvember n.k. stendur Fræðslumiðstöð Vestfjarða fyrir námskeiði í konfektgerð. Námskeiðið verður haldið í Grunnskóla Bolungarvíkur og hefst kl. 18:00.

Á námskeiðinu mun Halldór Karl Valsson matreiðslumeistari kynna leyndardóma konfektgerðarinnar. Þátttakendur læra að gera 3-4 mismunandi konfektmola og taka afraksturinn með sér heim.

Sama námskeið var haldið á Ísafirði fyrir tveimur árum og á Þingeyri í fyrra og tókst mjög vel í bæði skiptin.

Skráning á námskeiðið er á vef Fræðslumiðstöðvarinnar www.frmst.is eða í síma 456 5025.
Deila