Kenna lesblindum að lesa
Ráðgjafarnir Jón Einar Haraldsson (Lambi) og Sturla Kristjánsson eru staddir á Ísafirði til þess að kynna námsleiðina ?Aftur í nám? fyrir lesblinda einstaklinga í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Stór hluti námsleiðarinnar er einkakennsla þar sem hver einstaklingur er greindur, fær þjálfun og ráðgjöf út frá sínum forsendum. Notast er við Davis-lesblindugreiningu og þjálfun í einkakennslunni. ?Davies-greiningin býður upp á nýja sýn á það sem við köllum sértæka námserfiðleika og lesblindu. Við vinnum maður á mann í eina viku og erum nú með fullorðna einstaklinga. Þetta getur verið mjög gagnlegt fyrir þá sem stimplaður eru lesblindir en ætla aftur í nám svo skortur á lestarhæfni eigi ekki eftir að eitra alla þeirra skólagöngu?, segir Sturla.
?Það er mikið átak fyrir þá sem eru lesblindir að fara af stað aftur í nám enda hafa þeir fengið þau skilaboð frá skólakerfinu í gegnum tíðina að þeir séu hálfvitar. En þeir sem fara af stað eru mjög ánægðir og 80% þeirra sem ég hef unnið með hefur farið aftur í nám og margt af því fólki hefur verið ólæst þegar það kom til okkar fyrst,? segir Jón.
Námsleiðin verður kynnt á opnu húsi í húsakynnum Fræðslumiðstöðvar kl. 20 þriðjudaginn 12. maí. Hvetja Jón Lambi og Sturla alla að koma og kynna sér málið, bæði börn og fullorðna. Áhugasamir geta einnig haft samband við Jón Lamba í síma 867 1875 og Sturlu í síma 862 0872. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins og á les.is.
Deila
?Það er mikið átak fyrir þá sem eru lesblindir að fara af stað aftur í nám enda hafa þeir fengið þau skilaboð frá skólakerfinu í gegnum tíðina að þeir séu hálfvitar. En þeir sem fara af stað eru mjög ánægðir og 80% þeirra sem ég hef unnið með hefur farið aftur í nám og margt af því fólki hefur verið ólæst þegar það kom til okkar fyrst,? segir Jón.
Námsleiðin verður kynnt á opnu húsi í húsakynnum Fræðslumiðstöðvar kl. 20 þriðjudaginn 12. maí. Hvetja Jón Lambi og Sturla alla að koma og kynna sér málið, bæði börn og fullorðna. Áhugasamir geta einnig haft samband við Jón Lamba í síma 867 1875 og Sturlu í síma 862 0872. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins og á les.is.