Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Ítalskan heillar!

Mörgum finnst ítalska heillandi tungumál og nú gefst kostur á að læra hana. Fyrirhugað er að byrja með námskeið í ítölsku fyrir byrjendur miðvikudaginn 17. febrúar. Kennari á námskeiðinu er Cristian Gallo.

Fræðslumiðstöðin bauð upp á ítölskunámskeið í fyrsta skipti fyrir rúmu ári síðan. Hópurinn sem sótti það hefur verið mjög áhugasamur og er nú að ljúka sínu þriðja námskeiði. Þess má einnig geta að nú í haust var haldið byrjendanámskeið á Patreksfirði sem gekk vel.

Námskeiðið sem nú er auglýst er ætlað fólki sem lítinn sem engan grunn í ítölsku. Farið verður í undurstöðuatriði í málfræði og orðaforða. Námskeiðið undirbýr þátttakendur í að gera sig skiljanlega og skilja einfalda hluti. Námskeiðið er 24 kennslustundir eða 12 skipti. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30-19:00 eða eftir samkomulagi við þátttakendur. Verð er 26.500 kr. Rétt er að benda fólki á að kanna rétt sinn til endurgreiðslu hluta námskeiðsgjalda hjá sínu stéttarfélagi.

Og þá er bara að skrá sig!
Deila