Ítalska er málið!
Ítalía er heillandi land og tungumálið sem þar er talað er ekki síður heillandi. Nú er tækifæri til að læra ítölsku því Fræðslumiðstöðin býður upp á byrjendanámskeið sem hefst þriðjudaginn 1. október eða þegar lágmarksþátttöku er náð.
Námskeið ætlað byrjendum. Farið verður í undirstöðuatriði í málfræði og orðaforða og á námskeiðið að undirbúa þátttakendur í að gera sig skiljanlega og skilja einfalda hluti. Það er til dæmis upplagt fyrir þá sem ætla sér að heimsækja Ítalíu í framtíðinni.
Leiðbeinandi á námskeiðinu eru Cristian Gallo. Hann er ítalskur að uppruna en hefur búið á Íslandi í nokkur ár.
Deila
Námskeið ætlað byrjendum. Farið verður í undirstöðuatriði í málfræði og orðaforða og á námskeiðið að undirbúa þátttakendur í að gera sig skiljanlega og skilja einfalda hluti. Það er til dæmis upplagt fyrir þá sem ætla sér að heimsækja Ítalíu í framtíðinni.
Leiðbeinandi á námskeiðinu eru Cristian Gallo. Hann er ítalskur að uppruna en hefur búið á Íslandi í nokkur ár.