Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Ítalska á Ísafirði

Námskeiði í ítölsku lauk mánudaginn 8. febrúar. Þetta var þriðja námskeiðið sem hópurinn tekur undir leiðsögn Cristian Gallo. Á námskeiðinu var lögð áhersla á frekari uppbygging orðaforða, málfræði og þjálfun í málnotkun. Kennsla fór að mestu leyti á ítölsku.

Heldur hefur fækkað í hópnum frá því hann byrjaði, en nú eru 5 eftir. Þau ætla þó að halda ótrauð áfram af því að þetta er svo gaman, svo að notuð séu rök hópsins fyrir framhaldi. Framhaldsnámskeiðið hefst 1. mars. Það verður 24 kennslustundir og kennt á mánudögumm og miðvikudögum kl. 17.30 - 19. Það er opðið öllum sem hafa einhvern grunn í ítölsku. Þátttökugjald er 26.500 kr. Áhugasamir snúi sér til Fræðslumiðstöðvarinnar í síma 456 5025 eða með tölvupósti frmst@frmst.is

Deila