Íslenska fyrir útlendinga að byrja í Bolungarvík
Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Jakob Valgeir ehf standa fyrir námskeiði í íslensku fyrir útlendinga í Bolungarvík. Kennt verður eftir námsskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins Íslenska fyrir útlendinga – grunnnám, útgefin 2008, þar sem náminu er skipt í 4 stig. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir því á hvaða stigi þeir eru og hvaða íslenskunámi þeir hafa lokið áður.
Námskeiðið hefst þriðjudaginn 16. september.Kennt verður tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18-20. Kennt verður í Safnaðarheimilinu í Bolungarvík. Kennari á námskeiðinu er Zofia Marciniak.
Laugardaginn 20. september hefst svo íslenskunámskeið fyrir Taílendinga sem einnig er haldið í Bolungarvík. Kennari á því námskeiði er Laddawan Dagbjartsson. Kennt verður á laugardögum kl. 16-18 og fer kennslan fram í húsnæði Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur að Hafnarstræti 37.
Námskeiðin er opið öllum þeim sem hafa annað móðurmál en íslensku. Fræðslumiðstöðin hvetur sem flesta til þess að taka þátt og skerpa á málakunnáttunni.