Íslenska fyrir útlendinga á Patreksfirði
Á Patreksfirði hófst nám í íslensku fyrir útlendinga um miðjan október. Námið fer fram í Þekkingarsetrinu Skor og er það liður í að námsumhverfi sé ekki það sama og vinnuumhverfi. Undanfarin ár hefur íslenskunámið farið fram í Odda hf. þar sem meginhluti námsmanna hefur verið að vinna.
Námið gengur vel og eru nemendur glaðir og kátir og sýna efninu áhuga. Nemendur eru frá Póllandi, Portúgal og einn er frá Egyptalandi. Þar sem dagur íslenskrar tungu, 6. nóvember, verður á sunnudegi að þessu sinni hefur það verið ákveðið að miðvikudaginn 5. nóvember verði það skylda nemenda að tala einungis íslensku hvort sem þeir eru heima hjá sér, í vinnunni eða úti í búð að versla. Þá mega nemendur ekki tala á sínu móðurmáli og ekki á ensku. Gaman verður að sjá hvernig það kemur út og verða bæjarbúar hvattir til þess að taka þátt í þessu með okkur.
Deila
Námið gengur vel og eru nemendur glaðir og kátir og sýna efninu áhuga. Nemendur eru frá Póllandi, Portúgal og einn er frá Egyptalandi. Þar sem dagur íslenskrar tungu, 6. nóvember, verður á sunnudegi að þessu sinni hefur það verið ákveðið að miðvikudaginn 5. nóvember verði það skylda nemenda að tala einungis íslensku hvort sem þeir eru heima hjá sér, í vinnunni eða úti í búð að versla. Þá mega nemendur ekki tala á sínu móðurmáli og ekki á ensku. Gaman verður að sjá hvernig það kemur út og verða bæjarbúar hvattir til þess að taka þátt í þessu með okkur.