Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Ísfirsku bátarnir - 2. erindi

Miðvikudaginn 9. október kl. 17:00-19:00 verður Kristján G. Jóhannsson með annað erindi af þremur um ísfirsku bátana.

Í erindunum er fjallað um bátaflotann á Ísafirði og bátasmíðar á árunum 1929 ? 1960, sagt frá smíði bátanna, gerð þeirra og búnaði, útgerð og veiðum. Í þetta skiptið er fjallað um árin 1945 ? 1960, þegar útgerðir sem fyrir voru liðu undir lok og nýir aðilar tóku við útgerðinni.

Erindin mynda eina heild en eru sjálfstæð, þannig að fólk getur mætt á eitt þeirra, tvö eða öll þrjú eftir því sem það velur.

Verð á stakan fyrirlestur eru 2.000 kr. á þátttakanda en 5.000 kr. fyrir alla fyrirlestrana.

Þetta er eitthvað sem áhugafólk um sögu sjávarútvegs og sögu Ísafjarðar ætti ekki að láta fram hjá sér fara.

image
Deila