Horfðu til himins!
Á fallegum, heiðskírum vetrarkvöldum er fátt sem jafnast á við að horfa til himins og reyna að átta sig á stjörnunum. Nú gefst tækifæri til að læra að þekkja nokkrar helstu stjörnurnar og stjörnumerkin á námskeiði sem hefst fimmtudaginn 26. febrúar.
Námskeiðið er tvískipt, í fyrri hlutanum er farið yfir ýmis alheimsfyrirbæri - hvaða fyrirbæri sjást í geimnum, fjallað um stjörnumerki og stjörnuhimininn. Einnig farið stuttlega í notkun stjörnukorta og hvernig nota má tölvur og netið sem hjálpartæki við stjörnuskoðun. Seinni hlutinn er stjörnuskoðun úti þegar veður leyfir.
Námskeiðið verður haldið í Fræðslumiðstöðinni að Suðurgötu 12, Ísafirði kl. 20:00-22:00. Kennari er Jón Björnsson stjörnuáhugamaður sem hefur um langt skeið rýnt í stjörnurnar og hefur miklu að miðla.
Deila
Námskeiðið er tvískipt, í fyrri hlutanum er farið yfir ýmis alheimsfyrirbæri - hvaða fyrirbæri sjást í geimnum, fjallað um stjörnumerki og stjörnuhimininn. Einnig farið stuttlega í notkun stjörnukorta og hvernig nota má tölvur og netið sem hjálpartæki við stjörnuskoðun. Seinni hlutinn er stjörnuskoðun úti þegar veður leyfir.
Námskeiðið verður haldið í Fræðslumiðstöðinni að Suðurgötu 12, Ísafirði kl. 20:00-22:00. Kennari er Jón Björnsson stjörnuáhugamaður sem hefur um langt skeið rýnt í stjörnurnar og hefur miklu að miðla.