Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Heimsókn úr Mí

30. október 2009
Fimmtudaginn 29. október 2009 fékk Fræðslumiðstöðin góða heimsókn, þegar kennarar og starfslið Menntaskólans á Ísafirði komu í heimsókn. Gestirnir skoðuðu húsakynni Fræðslumiðstöðvarinnar á Ísafirði og fræddust um sögu og starfsemi miðstöðvarinnar.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða óx af Menntaskólanum fyrir 10 árum. Hún tók beint við þeirri starfsemi sem Farskólinn hafði sinnt, en hann var deild innan MÍ. Auk þess sinnti hún fjarnemum á háskólastigi allt þar til Háskólasetur Vestfjarða tók til starfa 1. janúar 2006.

Auk þeirra sögulegu tengsla sem eru á milli MÍ og Fræðslumiðstöðvarinnar þá hefur alltaf verið mikið og gott samstarf á milli þessara menntastofnana. Þrátt fyrir það er mikilvægt að starfsfólk þeirra hittist annað slagið og fylgist með því sem hinn aðilinn er að gera. Stofnanirnar breytast sífellt og nýtt fólk kemur til starfa. Það er nefnilega ekki rétt sem okkur finnst svo oft að ef að höfum þekkt einhverja stofnun út og inn fyrir 10 árum hljótum við að þekkja hana í dag. Nýtt fólk hefur komið til starfa og viðhorfin hafa breyst.

Á sama hátt er það ekki rétt sem okkur finnst yfirleitt líka að núið hafi varað eins lengi og elstu menn muna og að það muni vara að eilífu.

kennarar MÍ og starfsfólk Frmst

skólameistari og kennarar

Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni.
Deila