Heillandi heimur harmonikunnar
Í vetur hafa Fræðslumiðstöðin og Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar staðið saman að stuttum námskeiðum þar sem tónlist er kynnt frá ýmsum hliðum. Farið er í mismunandi tónlistarstefnur, tengsl þeirra og uppruna, hvernig tónlist er samin, kynningu á hljóðfærum, sögu þeirra og þróun og hvernig hljóðfærin eru notuð til að túlka náttúruna og tilfinningar.
Næsta námskeið er í Edinborgarhúsinu fimmtudaginn 1. mars kl. 20:00. Að þessu sinni munu Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, Jón Þorsteinn Reynisson og Ásgeir S. Sigurðsson kynna fólki hinn heillandi heim harmonikunnar. Rakin verður saga harmonikunar og uppruni, fjallað um hvernig hún er samansett og hvernig hún virkar. Einnig verður fjallað um hlutverk harmonikunar fyrr og nú og hvernig tónlist var leikin á hana á mismunandi tímum. Inn á milli verða leikin ýmis tóndæmi.
Námskeiðin eru öllum opin. Lögð er áhersla á að fólk geti átt saman notalega kvöldstund yfir kaffibolla og fræðst um tónlist. Þátttökugjald er 2.500 kr. en veittur er afsláttur fyrir námsmenn og eldri borgara.
Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir og Jón Þorsteinn Reynisson. Ásamt þeim mun Ásgeir Sigurðsson harmonikuleikari og harmonikusafnari kynna heim harmonikunar.
Deila
Næsta námskeið er í Edinborgarhúsinu fimmtudaginn 1. mars kl. 20:00. Að þessu sinni munu Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, Jón Þorsteinn Reynisson og Ásgeir S. Sigurðsson kynna fólki hinn heillandi heim harmonikunnar. Rakin verður saga harmonikunar og uppruni, fjallað um hvernig hún er samansett og hvernig hún virkar. Einnig verður fjallað um hlutverk harmonikunar fyrr og nú og hvernig tónlist var leikin á hana á mismunandi tímum. Inn á milli verða leikin ýmis tóndæmi.
Námskeiðin eru öllum opin. Lögð er áhersla á að fólk geti átt saman notalega kvöldstund yfir kaffibolla og fræðst um tónlist. Þátttökugjald er 2.500 kr. en veittur er afsláttur fyrir námsmenn og eldri borgara.
Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir og Jón Þorsteinn Reynisson. Ásamt þeim mun Ásgeir Sigurðsson harmonikuleikari og harmonikusafnari kynna heim harmonikunar.