Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Hefur þú áhuga á raunfærnimati /námi í fisktækni?

Hefur þú áhuga á raunfærnimati /námi í fisktækni?

Raunfærni er öll færni og þekking sem viðkomandi býr yfir óháð því hvernig hennar hefur verið aflað (t.d. vinna, skólakerfi og sjálfsnám). Raunfærnimatið og undibúningur að því er einstaklingum, sem ekki hafa lokið formlegri skólagöngu, að kostnaðarlausu.

Áhugi hefur verið mikill á greinum tengdum sjávarútvegi. Sért þú ert eldri en 23 ára og hefur starfað við fiskvinnslu í 3 ár eða lengur, þá getur þú haft samband og fengið nánari upplýsingar um raunfærnimatið hjá okkur í Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

Nám í fisktækni

Í janúar 2019 er einnig  fyrirhugað að bjóða upp á kennslu í þeim áföngum sem upp á vantar í fisktækni í samstarfi við Fisktækniskólann  www.fiskt.is ef næg þátttaka fæst. Áhersla verður lögð á áfanga í kjarnafögum sem ekki koma til raunfærnimats, eins og íslensku, stærðfræði, ensku og upplýsingatækni (samsvarandi: ÍSLE1UA05, ENSK1GR02, STÆR1XX03 og UPPL1TU05).

Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa, án frekari skuldbindinga.

Deila