Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Grunnmenntaskólinn á Þingeyri

4.3.2008
Þingeyri
Fræðslumiðstöð Vestfjarða, í samstarfi við Vinnumálastofnun og Verkalýðsfélag Vestfirðinga, er nú að kanna möguleika á því að bjóða nám í svokölluðum Grunnmenntaskóla á Þingeyri nú í vor. Grunnmenntaskólinn er 300 kennslustunda nám, sem hannað er af Mími-símenntun (áður MFA) í samstarfi við Eflingu-stéttarfélag. Fyrirhugað er að kenna um það bil helming skólans nú í vor.

Grunnmenntaskólinn er ein af námskrám sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur metið fyrir hönd menntamálaráðuneytisins og samþykkt að meta megi námið til styttingar náms í framhaldsskóla til allt að 24 einingum.

Fólk getur skráð sig hér á heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar , eða á eyðublöðum hjá Gunnhildi Eliasdóttur formanni deildarinnar Verkalýðsfélags Vestfirðinga á Þingeyrir og Ragnheiði H. Ingadóttur trúnaðarmanni Verk-Vest hjá Vísi.
Deila