Grunnmenntaskóli frestast um viku
Ákveðið hefur verið að fresta upphafi grunnmenntaskólans sem hefjast átti þriðjudaginn 20. september um eina viku. Nú er einnig til skoðunar að bjóða upp á að kennsla verði á morgnanna í stað þess að vera á kvöldin.
Grunnmenntaskólinn er ætlaður fólki með litla formlega menntun sem langar að hefja nám aftur. Hann er hluti af þeim námsleiðum sem oft kallast ?annað tækifæri til náms?. Í grunnmenntaskólanum eru kennd fög eins og íslenska, enska, tölvunotkun, sjálfsstyrking, námstækni og fleira. Kennslan er einstaklingsmiðuð og er megin áherslan á að hver og einn nemandi bæti við þekkingu sína og færni á sínum forsendum frekar en að allir ljúki ákveðnu námsefni.
Þátttakendur í þeim grunnmenntaskólum sem áður hafa verið kenndir hafa margir hverjir notað þetta sem upphaf að frekar námi, bæði í framhaldsskóla og utan hins formlega skólakerfis.
Allar nánari upplýsingar um grunnmenntaskólann má fá hjá Fræðslumiðstöðinni í síma 456 5025.
Frá enskukennslu í grunnmenntaskólanum á Ísafirði 2010.
Deila
Grunnmenntaskólinn er ætlaður fólki með litla formlega menntun sem langar að hefja nám aftur. Hann er hluti af þeim námsleiðum sem oft kallast ?annað tækifæri til náms?. Í grunnmenntaskólanum eru kennd fög eins og íslenska, enska, tölvunotkun, sjálfsstyrking, námstækni og fleira. Kennslan er einstaklingsmiðuð og er megin áherslan á að hver og einn nemandi bæti við þekkingu sína og færni á sínum forsendum frekar en að allir ljúki ákveðnu námsefni.
Þátttakendur í þeim grunnmenntaskólum sem áður hafa verið kenndir hafa margir hverjir notað þetta sem upphaf að frekar námi, bæði í framhaldsskóla og utan hins formlega skólakerfis.
Allar nánari upplýsingar um grunnmenntaskólann má fá hjá Fræðslumiðstöðinni í síma 456 5025.
Frá enskukennslu í grunnmenntaskólanum á Ísafirði 2010.