Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Góð aðsókn að erindum um efnahagsmál og siðferði

Sunnudaginn 1. febrúar s.l. stóðu Fræðslumiðstöðin og Vestfjarðaprófastsdæmi saman að tveimur erindum sem haldin voru í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar. Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands og formaður Félags fjárfesta, flutti erindi undir fyrirsögninni: Efnahagsmál þjóðarinnar ? staðan, tilurðin og horfurnar þar sem hann fjallaði meðal annars um ástæður þess að bankakerfið hrundi eins og spilaborg og benti á með hvaða hætti mönnum varð hált á svellinu. Stefán Einar Stefánsson, viðskiptasiðfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík flutti síðan erindi undir yfirskriftinni: Mammon, Guð og manneskjan þar sem hann fjallaði um hið svokallaða stofnanalega siðrof sem hann telur að hafi orðið með þeim ofurþunga sem lagður var á fjármálakerfið.

Erindin voru mjög vel sótt, um 70 manns hlýddu á þá félaga og var hver einasti stóll í Fræðslumiðstöðinni setinn. Að erindum loknum var boðið upp fyrirspurnir og umræður og voru þær líflegar.
Deila