Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Gjöf til nemenda í smáskipanámi

Hópurinn með Sjómannabókina
Hópurinn með Sjómannabókina

Hraðfrystihúsið − Gunnvör h.f. gaf hverjum nemanda úr Grunnskólanum á Ísafirði, sem eru í smáskipanámi hjá Fræðslumiðstöðinni, Sjómannabókina eftir Pál Ægi Pétursson. Sjómannabókin er aðalkennslubókin í smáskipanáminu og tekur á flestu er varðar sjómennsku og skipstjórn á þessu stigi. Er þetta í annað sinn sem HG gefur grunnskólanemum þessa bók.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða þakkar HG fyrir þessa góðu gjöf og vill segja við HG menn eins og Gunnar á Hlíðarenda forðum. Góðar eru gjafir þínar, en meira þykir mér verð vinátta þín.

Nemendur úr Grunnskólanum á Ísafirði hafa í nokkur ár getað tekið smáskipanám hjá Fræðslumiðstöðinni sem valgrein. Nú eru 14 nemendur í þessu námi.

Okkur á Fræðslumiðstöð Vestfjarða finnst gott að fá líf í húsið og sannarlega fylgir líf þessum indælu ungmennum. Enda eru þau alltaf auðfúsu gestir í okkar húsum.

Meðfylgjandi mynd var tekin af nemendum með bókina góðu, ásamt forstöðumanni og Guðbirni Páli Sölvasyni kennara. Það voru teknar allmargar myndir, enda nokkur vandi að fá alla til að horfa í myndavélina á sama tíma.

Deila