Generalprufa á Sköllóttu söngkonunni
Hópur íslenskunema við Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Flateyri hefur í haust verið að æfa leikritið Sköllótta söngkonan eftir rúmenska leikskáldið Eugene Lonesco. Héldu þau generalprufu í Félagsheimilinu á Flateyri fimmtudagskvöldið 24. nóvember s.l.
Á generalprufuna var fjölskyldum leikaranna boðið ásamt starfsfólki Fræðslumiðstöðvarinnar.
Tókst sýningin vel og skemmtu áhorfendur, sem og leikarar, sér hið besta. Í lok sýningar sungu allir viðstaddir lagið og textann hans Óla popp, Hafið eða fjöllin. Á eftir var boðið uppá kaffi og kökur að pólskum sið.
Að sýningunni koma 12 leikarar auk annarra sem sjá um ýmsa aðra hluti sem nauðsynlegir eru við leiksýningar.
Leikstjóri er Halldóra Björnsdóttir, umsjón með tónlist hefur Dagný Arnalds og íslenskukennslan er á höndum Heiðrúnar Tryggvadóttur.
Uppsetning leikritsins er eitt af allmörgum námskeiðum sem Fræðslumiðstöðin stendur fyrir á Flateyri. Kennsluaðstaða er á Sólborg, að Eyrarvegi 8. Hefur þar verið komið upp hinni notalegustu aðstöðu sem vel hefur verið nýtt til náms nú í haust.
Yfirmarkmið allrar starfsemi Fræðslumiðstöðvarinnar á Flateyri er að styrkja einstaklingana til að fá sterkara samfélag, enda eru einstaklingarnir sjálfir okkar verðmætasta auðlegð.
Við alla starfsemi á Flateyri hefur Fræðslumiðstöðin notið stuðnings ýmissa aðila, en einkum hefur verið unnið náið með Íbúasamtökum Önundarfjarðar.
Verkefnisstjóri með allri starfsemi Fræðslumiðstöðvarinnar á Flateyri er Sigurborg Þorkelsdóttir, íslenskufræðingur og framhaldskólakennari.
Deila
Á generalprufuna var fjölskyldum leikaranna boðið ásamt starfsfólki Fræðslumiðstöðvarinnar.
Tókst sýningin vel og skemmtu áhorfendur, sem og leikarar, sér hið besta. Í lok sýningar sungu allir viðstaddir lagið og textann hans Óla popp, Hafið eða fjöllin. Á eftir var boðið uppá kaffi og kökur að pólskum sið.
Að sýningunni koma 12 leikarar auk annarra sem sjá um ýmsa aðra hluti sem nauðsynlegir eru við leiksýningar.
Leikstjóri er Halldóra Björnsdóttir, umsjón með tónlist hefur Dagný Arnalds og íslenskukennslan er á höndum Heiðrúnar Tryggvadóttur.
Uppsetning leikritsins er eitt af allmörgum námskeiðum sem Fræðslumiðstöðin stendur fyrir á Flateyri. Kennsluaðstaða er á Sólborg, að Eyrarvegi 8. Hefur þar verið komið upp hinni notalegustu aðstöðu sem vel hefur verið nýtt til náms nú í haust.
Yfirmarkmið allrar starfsemi Fræðslumiðstöðvarinnar á Flateyri er að styrkja einstaklingana til að fá sterkara samfélag, enda eru einstaklingarnir sjálfir okkar verðmætasta auðlegð.
Við alla starfsemi á Flateyri hefur Fræðslumiðstöðin notið stuðnings ýmissa aðila, en einkum hefur verið unnið náið með Íbúasamtökum Önundarfjarðar.
Verkefnisstjóri með allri starfsemi Fræðslumiðstöðvarinnar á Flateyri er Sigurborg Þorkelsdóttir, íslenskufræðingur og framhaldskólakennari.