Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fyrsta helgarlotan í svæðisleiðsögninni

Fyrsta helgarlotan í svæðisleiðsögunáminu fyrir Vestfirði og Dali, var haldin á Ísafirði 27. og 28. febrúar s.l. Efni þessarar fyrstu helgarlotu var svæðalýsing fyrir útdjúp í umsjón Sólrúnar Geirsdóttur, fuglar í umsjón Böðvars Þórissonar og jarðfræði í umsjón Jón Reynis Sigurvinssonar.

Þátttakendur í svæðisleiðsögunáminu eru 37 og koma víðsvegar að af Vestfjörðum, úr Dölum og af höfuðborgarsvæðinu auk þess sem einn þátttakandi er búsettur í Þýskalandi.

Þátttakendur létu ekki slæmt veður og ófærð koma í veg fyrir að þeir mættu. Sumir komu akandi eftir nánast ófærum vegum og þau úr Vesturbyggð og Tálknafirði komu sjóleiðina frá Bíldudal til Þingeyrar og þaðan akandi til Ísafjarðar.

Svæðisleiðsögunámið er skipulagt þannig að það verður kennt á 9 helgarlotum víðsvegar um svæðið. Kennt er frá kl. 9 til 20 á laugardögum og frá kl. 9 til 16 á sunnudögum. Á milli helgarlotanna vinna þátttakendur verkefni á vefnum. Náminu lýkur á vorönn 2011.

Kristín Sigurrós Einarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöðinni hefur yfirumsjón með náminu, sem kennt er undir faglegri stjórn Leiðsöguskóla Íslands.

Næsta helgarlota verður í Bjarnarfirði á Ströndum 10. og 11. apríl.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á 1. helgarlotunni.
image
image
image
image
image
image
Deila