Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Frítt námskeið í sálrænum stuðningi

Rauði kross Íslands og Fræðslumiðstöð Vestfjarða standa saman að námskeið í sálrænum stuðningi laugardaginn 12. febrúar n.k. kl. 10:00-14:00.

Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju.

Viðfangsefni eru meðal annars:

  • mismunandi tegundir áfalla

  • áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn

  • sálræn skyndihjálp

  • stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks


Námskeiðið er haldið í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12, Ísafirði. Það er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu en mikilvægt er að fólk skrái sig. Tekið er við skráningum á vef Fræðslumiðstöðvarinnar www.frmst.is og í síma 456 5025.
Deila