Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Frí spænskunámskeið í boði Diaz fjölskyldunnar

Í maí verður boðið upp á tvö spænskunámskeið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða þátttakendum að kostnaðarlausu. Annars vegar er það námskeið fyrir byrjendur og hins vegar námskeið fyrir þá sem hafa einhvern grunn í málinu. Hvort námskeið verður kennt tvisvar í viku kl. 18:00-20:00, alls í 10 skipti.

Námskeiðin eru í boði Pablo Díaz Ulloa og Paula Isobel Orellana de Díaz. Með því vilja þau sýna þakklæti sitt fyrir það hversu vel samfélagið hér fyrir vestan hefur reynst þeim frá því þau fluttu frá El Salvador fyrir nokkrum árum. Kennari á námskeiðunum er Jorge Campos Fernández og fer kennsla fram á spænsku og ensku.

Það er von Fræðslumiðstöðvarinnar að fólk taki þessum þakklætisvotti Diaz fjölskyldunnar vel og að þátttaka á námskeiðunum verði góð. Þótt námskeiðin séu frí er nauðsynlegt að skrá sig, annað hvort hér á vefnum eða í síma 456 5025.

Deila