Fræðslumiðstöðin tekur þátt í Stefnumóti á Ströndum

Markmið með sýningunni er tvíþætt:
-Efla ímynd Stranda út á við sem aðlaðandi búsetu-, ráðstefnu- og ferðamannasvæði.
-Efla tengsl ólíkra aðila á Ströndum með því að leiða saman hefðbundna og óhefðbundna starfsemi.
Varða til framtíðar
Á opnunardaginn hlaða fjórir ættliðir Strandamanna, þeir Sverrir Guðbrandsson eldri, Guðbrandur Sverrisson, Sverrir Guðbrandsson yngri og Jakob Ingi Sverrisson, vörðu til framtíðar við Félagsheimilið á Hólmavík. Þátttakendur og gestir Stefnumóts á Ströndum, eru hvattir til að koma með stein í vörðuna úr sinni heimabyggð.
Vinahlaup um Arnkötludal
Sama dag hlaupa Strandamenn og íbúar Reykhólasveitar um nýjan veg um Arnkötludal sem opnaður verður síðar í haust og skiptast á vinakveðjum. Vinakveðjan er tákn um mikilvægi samstarfs milli héraða og landshluta. Opnun vegarins eflir tengsl milli þessara svæða og skapar margvísleg ný tækifæri .
Stefnumót á Ströndum, atvinnu og menningarsýning opnar kl. 13:00. Dagskrána má nálgast á slóðinni www.strandir.is/stefnumot Landsmenn allir eru hvattir til að taka þátt í fjörugri helgi þar sem heimamenn sýna allt það besta sem þeir hafa upp á að bjóða.