Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fræðslumiðstöðin fær gæðavottun

14. febrúar 2013

Mánudaginn 11. febrúar s.l. var Fræðslumiðstöð Vestfjarða, ásamt 5 öðrum fræðsluaðilum, afhent evrópska gæðamerkið EQM, sem vottaður fræðsluaðili. Vottunarferlið stóð yfir allt árið 2012 og var gerð úttekt á flestum sviðum starfseminnar. Náms- og starfsráðgjöf var þó undanskilin og verður hún vottuð sérstaklega. Gæðamálin hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða hvíla einkum á herðum Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur. Úttektaraðili er BSI á Íslandi ehf.

EQM er samevrópskt vottunarkerfi fyrir menntastofnanir í framhaldsfræðslu, þ.e. utan hins formlega skólakerfis. Það var þróað og aðlagað að íslenskum aðstæðum af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem jafnfram veitir viðurkenninguna.

Viðurkennd gæðavottun verður í framtíðinni skilyrði fyrir styrkjum úr Fræðslusjóði framhaldsfræðslunnar. Allar fræðslu- og símenntunarmiðstöðvarnar innan Kvasis hafa nú fengið þessa viðurkenningu.

Á myndinni hér að neðan er Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins með fulltrúum þeirra 6 miðstöðva sem fengu afhent gæðavottun mánudaginn 11. febrúar. Talið frá vinstri. Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, Guðrún Lárusdóttir Símenntunarmiðstöð Vesturlands, Erla Björg Guðmundsdóttir Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY), Smári Haraldsson Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Fræðsluneti Suðurlands, Guðjónína Sæmundsdóttir Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Ragna Hreinsdóttir frá Austurbrú.

image
Deila