Frá frumkvöðlum til Fræðslumiðstöðvar
Fullorðinsfræðslan hefur allt fram á síðustu ár verið drifin áfram af hugsjónafólki; fólki sem sveið hvað hinn almenni þegn hafði lítil tök á að afla sér menntunar. Allri alþýðufræðslu og jafnvel verkmenntun var komið á af slíku hugsjónafólki. Lengra nám var aðeins hægt að stunda í embættismannaskólunum, sem voru fyrst og fremst fyrir syni embættismanna. Vonandi heldur fullorðinsfræðslan sem lengst í hugsjónir frumkvöðlanna.
Sem virðingarvott við þessa frumkvöðla og til að minna okkur á að störfin okkar í fullorðinsfræðslunni eiga að vera unnin af hugsjón, hefur Fræðslumiðstöðin ákveðið að koma upp minnisvörðum um nokkra frumkvöðla í fullorðinsfræðslu á norðanverðum Vestfjörðum. Minnisvarðarnir verða tauborðar sem hanga munu uppi í Fræðslumiðstöðinni á Ísafirði. Takist vel til með þá er fyrirhugað að koma slíkum minnisvörðum upp í öðrum starfsstöðvum miðstöðvarinnar.
Frumkvöðlarnir sem nú verður minnst eru þessir:
? Torfi Halldórsson. Torfi aflaði sér skipstjórnarréttinda í Danmörku og veitti fyrsta sjómannaskóla á Ísafirði forstöðu upp úr miðri 19. öld. Torfi flutti síðar vestur á Flateyri og kenndi fjölda manna til skipstjórnar.
? Séra Sigtryggur Guðlaugsson. Sigtryggur stofnaði á samt Kristni bróður sínum ungmennaskóla á Núpi árið 1907 og veitti honum forstöðu til ársins 1929 þegar skólinn var gerður að héraðsskóla.
? Ragúel Árni Bjarnason. Ragúel var húsasmíðameistari og fyrsti kennari Kvöldskóla iðnaðarmanna á Ísafirði, sem stofnaður var árið 1905.
? Gyða Maríasdóttir. Fröken Gyða varð skólastjóri Húsmæðraskólans Óskar á Ísafirði þegar hann tók aftur til starfa eftir nokkurt hlé árið 1924. Skólinn hafði verið stofnaður árið 1912. Fröken Gyða hafði siglt til Danmerkur til að nema hússtjórnarfræði. Gegndi hún starfi skólastjóra um langa hríð, eða til dauðadags árið 1936.
? Hertha Schenk-Leósson. Hertha var ein af þeim útlendingum sem settust að á Íslandi og auðguðu íslenskt menningarlíf. Í mörg ár á seinni hluta síðustu aldar sótti fjöldi Ísafirðinga tungumálanám heima hjá Herthu, þar sem hún kenndi ensku, frönsku og þýsku. Að auki kenndi Hertha nokkuð við Gagnfræðaskólann og Menntaskólann.
? Bryndís Schram. Bryndís hafði, ásamt fleiri kennurum við Menntaskólann á Ísafirði, forystu um stofnun Kvöldskóla Ísafjarðar árið 1974 og veitti honum forstöðu. Í kvöldskólanum lærði fólk tungumál og fleira. Fræðslumiðstöð Vestfjarða getur rakið sig til Kvöldskóla Ísafjarðar. Afsprengi Kvöldskólans var öldungadeild við Menntaskólann, sem síðar var leyst af hólmi með Farskóla Vestfjarða, sem leiddi svo af sér Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Textar á borðunum eru eftir Sigurð Pétursson, sagnfræðing. Umbrot og hönnun eftir Gunnar Bjarna Guðmundsson hjá Pixel ehf. Um yfirlestur texta og ráðgjöf sá Hlynur Þór Magnússon.
Deila
Sem virðingarvott við þessa frumkvöðla og til að minna okkur á að störfin okkar í fullorðinsfræðslunni eiga að vera unnin af hugsjón, hefur Fræðslumiðstöðin ákveðið að koma upp minnisvörðum um nokkra frumkvöðla í fullorðinsfræðslu á norðanverðum Vestfjörðum. Minnisvarðarnir verða tauborðar sem hanga munu uppi í Fræðslumiðstöðinni á Ísafirði. Takist vel til með þá er fyrirhugað að koma slíkum minnisvörðum upp í öðrum starfsstöðvum miðstöðvarinnar.
Frumkvöðlarnir sem nú verður minnst eru þessir:
? Torfi Halldórsson. Torfi aflaði sér skipstjórnarréttinda í Danmörku og veitti fyrsta sjómannaskóla á Ísafirði forstöðu upp úr miðri 19. öld. Torfi flutti síðar vestur á Flateyri og kenndi fjölda manna til skipstjórnar.
? Séra Sigtryggur Guðlaugsson. Sigtryggur stofnaði á samt Kristni bróður sínum ungmennaskóla á Núpi árið 1907 og veitti honum forstöðu til ársins 1929 þegar skólinn var gerður að héraðsskóla.
? Ragúel Árni Bjarnason. Ragúel var húsasmíðameistari og fyrsti kennari Kvöldskóla iðnaðarmanna á Ísafirði, sem stofnaður var árið 1905.
? Gyða Maríasdóttir. Fröken Gyða varð skólastjóri Húsmæðraskólans Óskar á Ísafirði þegar hann tók aftur til starfa eftir nokkurt hlé árið 1924. Skólinn hafði verið stofnaður árið 1912. Fröken Gyða hafði siglt til Danmerkur til að nema hússtjórnarfræði. Gegndi hún starfi skólastjóra um langa hríð, eða til dauðadags árið 1936.
? Hertha Schenk-Leósson. Hertha var ein af þeim útlendingum sem settust að á Íslandi og auðguðu íslenskt menningarlíf. Í mörg ár á seinni hluta síðustu aldar sótti fjöldi Ísafirðinga tungumálanám heima hjá Herthu, þar sem hún kenndi ensku, frönsku og þýsku. Að auki kenndi Hertha nokkuð við Gagnfræðaskólann og Menntaskólann.
? Bryndís Schram. Bryndís hafði, ásamt fleiri kennurum við Menntaskólann á Ísafirði, forystu um stofnun Kvöldskóla Ísafjarðar árið 1974 og veitti honum forstöðu. Í kvöldskólanum lærði fólk tungumál og fleira. Fræðslumiðstöð Vestfjarða getur rakið sig til Kvöldskóla Ísafjarðar. Afsprengi Kvöldskólans var öldungadeild við Menntaskólann, sem síðar var leyst af hólmi með Farskóla Vestfjarða, sem leiddi svo af sér Fræðslumiðstöð Vestfjarða.
Textar á borðunum eru eftir Sigurð Pétursson, sagnfræðing. Umbrot og hönnun eftir Gunnar Bjarna Guðmundsson hjá Pixel ehf. Um yfirlestur texta og ráðgjöf sá Hlynur Þór Magnússon.