Fjölbreytt úrval námskeið í febrúar
Í febrúar verður ýmislegt í boði hjá Fræðslumiðstöðinni hvort sem fólk vill auðga líf sitt með skemmtilegum fróðleik, læra nýtt tungumál, fræðast um sálrænan stuðning eða ná tökum á ákveðnum tölvuforritum.
Eftirtalin námskeið hafa verið auglýst í febrúar :
Eins og þessi upptalning ber með sér verður af ýmsu að taka þennan stysta mánuð ársins.
Deila
Eftirtalin námskeið hafa verið auglýst í febrúar :
- 8. febrúar hefst smáskipanám og er enn hægt að taka við nokkrum skráningum á það námskeið.
- 10. febrúar er boðið upp á námskeið í fjarfundi frá Endurmenntun Háskóla Íslands sem kallast því skemmtilega nafni: Mátti kerling ekki skrifa í friði ? skáldkonan Guðrún frá Lundi og verk hennar.
- 12. febrúar stendur Rauði kross Íslands í samvinnu við Fræðslumiðstöðina fyrir námskeiði í sálrænum stuðning og er það námskeið fólki að kostnaðarlausu.
- 16. febrúar hefst námskeiðið Arfur kynslóðanna þar sem fólk fær tilsögn í því að skrá niður atburði, minningar eða annað sem það vill varðveita og kannski koma til næstu kynslóðar.
- 16. febrúar hafa verið auglýst tvö ítölskunámskeið, annars vegar fyrir byrjendur og hins vegar fyrir lengra komna. Gert er ráð fyrir að báðir hópar mæti þennan dag og þá verður í sameiningu gengið frá hvenær hvor hópur um sig sækir tíma.
- 17. febrúar verður boðið upp hebresku, en það tungumál hefur aldrei verið í boði hjá Fræðslumiðstöðinni áður.
- 17. febrúar er komið að fjórða fyrirlestrinum um menningararfinn og verður að þessu sinni fjallað um Þjóðfræðistofu á Ströndum og þau verkefni sem hún sinnir. Fyrirlesturinn verður í fjarfundi frá Hólmavík.
- 21. febrúar er auglýst excel námskeið og verður það kennt tvo morgna í viku kl. 8:30-10:00. Upplagt fyrir þá sem vilja ná betri færni í notkun þessa forrits.
- 24. febrúar stendur til að hefja námskeið í AutoCad fyrir byrjendur en margir iðnaðarmenn og aðrir þurfa að kunna einhver skil á því forriti.
Eins og þessi upptalning ber með sér verður af ýmsu að taka þennan stysta mánuð ársins.