Fjölbreytni í fyrirrúmi
Dagskrá janúar og fyrri hluta febrúar hjá Fræðslumiðstöðinni er að taka á sig mynd og kennir þar ýmissa grasa. Haldið verður áfram með námskeiðaröð um náttúrunna sem Fræðslumiðstöðin stendur að ásamt Náttúrustofu Vestfjarða og Rannsóknarsetri HÍ á Vestfjörðum. Þann 19. janúar verður fyrsti fyrirlestur ársins og að þessu sinni er umfjöllunarefnið þorskurinn og þjóðin. Áhugavert efni sem einhverjir hafa örugglega áhuga á að kynna sér. Sama dag er einnig boðið upp á námskeið í gerð styrkumsókna, en þetta er einmitt árstíminn sem fólk með góðar hugmyndir ætti að huga að umsóknum.
Bókhald og skjalavarsla er spennandi námskeið sem hefjast á 24. janúar. Þetta námskeið er upplagt fyrir þá sem eru t.d. í atvinnurekstri. Fyrir námsmenn er boðið upp á námstækninámskeið 25. janúar og er um að gera fyrir nemendur á öllum stigum að nýta sér það, góð námstækni getur bæði aukið námsárangur og skapað meiri tíma, sem flestir eiga jú of lítið af.
Úrval tungumálanámskeiða þessar fyrstu vikur ársins er ágætt. Eins og venjulega verður boðið upp á íslensku fyrir útlendinga. Af erlendum málum verður boðið upp á ensku II og þýsku II sem í báðum tilfellum eru námskeið fyrir fólk sem lokið hefur byrjendanámskeiði eða hefur einhver grunn í þessum tungumálum en kannski ekki notað málið mikið. Nú verður í fyrsta sinn boðið upp á námskeið í norsku en nokkuð hefur verið spurt um slíkt hjá Fræðslumiðstöðinni undanfarin misseri. Um er að ræða byrjendanámskeið.
Annað námskeið sem ekki hefur áður verði í boði hjá Fræðslumiðstöðinni er víravirki. Um er að ræða námskeið sem haldið er fyrstu helgina í febrúar og munu þátttakendur læra grunnaðferðir í íslensku víravirki.
Í nútíma samfélagi er tölvukunnátta jafn nauðsynleg og að kunna að lesa. Fræðslumiðstöðin býður upp á almennt námskeið fyrir fólk sem hefur litla tölvukunnáttu og hefst það 26. janúar. Þess má geta að Iðan ? fræðslusetur, sem mörg stéttarfélög iðnaðarmanna eiga aðild að, kemur myndarlega til móts við sína félagsmenn sem sækja þetta námskeið og veitir styrk fyrir rúmlega helmingi þátttökugjalds.
Loks má geta þess að Fræðslumiðstöðin verður með þrjá kynningarfundi á Ísafirði í janúar til þess að kynna lengra nám og kanna áhuga fyrir því. Þann 26. janúar verður kynning á Grunnmenntaskólanum, 300 kennslustunda námi fyrir fólk sem hefur litla formlega menntun en hefur áhuga á að komast aftur af stað í námi. Sama dag verður einnig kynning á raunfærnimati en það er aðferð fyrir þá sem eru á vinnumarkaði og hafa ekki lokið námi til þess að fá færni sína, þekkingu og menntun metna til eininga í formlegu námi. Þann 31. janúar verður svo kynning á smáskipanámi (sem áður var kallað pungapróf) en það hefur alltaf notið mikilla vinsælda hjá Fræðslumiðstöðinni.
Af þessu má sjá að það er ýmislegt framundan hjá Fræðslumiðstöðinni og þessar framboðið þessar fyrstu vikur ársins lofa góðu um framhaldið.
Deila
Bókhald og skjalavarsla er spennandi námskeið sem hefjast á 24. janúar. Þetta námskeið er upplagt fyrir þá sem eru t.d. í atvinnurekstri. Fyrir námsmenn er boðið upp á námstækninámskeið 25. janúar og er um að gera fyrir nemendur á öllum stigum að nýta sér það, góð námstækni getur bæði aukið námsárangur og skapað meiri tíma, sem flestir eiga jú of lítið af.
Úrval tungumálanámskeiða þessar fyrstu vikur ársins er ágætt. Eins og venjulega verður boðið upp á íslensku fyrir útlendinga. Af erlendum málum verður boðið upp á ensku II og þýsku II sem í báðum tilfellum eru námskeið fyrir fólk sem lokið hefur byrjendanámskeiði eða hefur einhver grunn í þessum tungumálum en kannski ekki notað málið mikið. Nú verður í fyrsta sinn boðið upp á námskeið í norsku en nokkuð hefur verið spurt um slíkt hjá Fræðslumiðstöðinni undanfarin misseri. Um er að ræða byrjendanámskeið.
Annað námskeið sem ekki hefur áður verði í boði hjá Fræðslumiðstöðinni er víravirki. Um er að ræða námskeið sem haldið er fyrstu helgina í febrúar og munu þátttakendur læra grunnaðferðir í íslensku víravirki.
Í nútíma samfélagi er tölvukunnátta jafn nauðsynleg og að kunna að lesa. Fræðslumiðstöðin býður upp á almennt námskeið fyrir fólk sem hefur litla tölvukunnáttu og hefst það 26. janúar. Þess má geta að Iðan ? fræðslusetur, sem mörg stéttarfélög iðnaðarmanna eiga aðild að, kemur myndarlega til móts við sína félagsmenn sem sækja þetta námskeið og veitir styrk fyrir rúmlega helmingi þátttökugjalds.
Loks má geta þess að Fræðslumiðstöðin verður með þrjá kynningarfundi á Ísafirði í janúar til þess að kynna lengra nám og kanna áhuga fyrir því. Þann 26. janúar verður kynning á Grunnmenntaskólanum, 300 kennslustunda námi fyrir fólk sem hefur litla formlega menntun en hefur áhuga á að komast aftur af stað í námi. Sama dag verður einnig kynning á raunfærnimati en það er aðferð fyrir þá sem eru á vinnumarkaði og hafa ekki lokið námi til þess að fá færni sína, þekkingu og menntun metna til eininga í formlegu námi. Þann 31. janúar verður svo kynning á smáskipanámi (sem áður var kallað pungapróf) en það hefur alltaf notið mikilla vinsælda hjá Fræðslumiðstöðinni.
Af þessu má sjá að það er ýmislegt framundan hjá Fræðslumiðstöðinni og þessar framboðið þessar fyrstu vikur ársins lofa góðu um framhaldið.