Fjarnámskeið frá Endurmenntun HÍ
Kvasir, samtök símenntunarmiðstöðva á landsbyggðinni og Endurmenntun Háskóla Íslands hafa gert með sér samning um samvinnu vegna þess náms sem Endurmenntun býður upp á í fjarnámi. Í kjölfarið hefur Endurmenntun aukið verulega framboð á fjarnámskeiðum.
Vorið 2009 verða eftirfarandi námskeið í boði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða:
Mikilvægt er að skrá sig tímanlega.
Deila
Vorið 2009 verða eftirfarandi námskeið í boði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða:
- Leiðtogahæfni í lífi og starfi. Ætlað hjúkrunarfræðingum.
- Gunnlaugs saga ormstungu og Heiðarvígsaga.
- Kína: Menning, land og saga.
- Konurnar í Biblíunni: Frá Evu til Maríu móður Guðs.
- Tímastjórnun.
- Íþróttasálfræði. Ætlað íþróttafræðingum, sálfræðingum, þjálfurum og öðrum áhugasömum.
- Þekkingarmiðlun og tengsl milli kynslóða. Einkum ætlað fagfólki á sviði öldrunar og stjórnendum í öldrunarþjónustu en öllum opið.
- Biblían - ekki bara ein bók.
- Hjarta- og æðasjúkdómar. Einkum ætlað fagfólki á heilbrigðissviði.
- Lausnamiðuð nálgun. Ætlað fagfólki í félags-, mennta- og heilbrigðisstéttum.
- Lög og réttur fyrir 50+.
- Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson.
Mikilvægt er að skrá sig tímanlega.