Finnst þér gaman að segja sögur?
Fræðslumiðstöðin í samvinnu við Ferðaþjónustuna í Arnardal stendur fyrir Sagnanámskeiði föstudaginn 25. september og laugardaginn 26. september. Þar gefst þeim sem hafa gaman af því að segja sögur, hvort sem er í leik eða starfi, tækifæri til þess að ná betri tökum á sagnalistinni.
Á námskeiðinu verður virkjaður hæfileikinn til að segja sögur. Fjallað verður um sögur, hvernig á að velja þær og endurskapa. Einnig verður ýmsu safnað í verkfærakistu sagnamannsins sem hann getur beitt til að glæða sögurnar sínar lífi. Fjallað verður um þær fjölmörgu leiðir þar sem nýta má sögur, t.d. í ferðaþjónustu, safnastarfsemi, í starfi með börnum og unglingum, með eldri borgurum og í allskyns menningarstarfsemi.
Námskeiðið verður haldið í Fjósinu í Arnardal, hefst föstudaginn 25. september kl. 20:00 og stendur til 22:00. Það heldur svo áfram laugardaginn 26. septmeber kl. 10:00-17:00.
Kennarar á námskeiðinu eru Ingi Hans Jónsson og Sigurborg Kr. Hannesdóttir frá Sagnamiðstöð Íslands.
Verð á námskeiðið er 16.300 kr.
Deila
Á námskeiðinu verður virkjaður hæfileikinn til að segja sögur. Fjallað verður um sögur, hvernig á að velja þær og endurskapa. Einnig verður ýmsu safnað í verkfærakistu sagnamannsins sem hann getur beitt til að glæða sögurnar sínar lífi. Fjallað verður um þær fjölmörgu leiðir þar sem nýta má sögur, t.d. í ferðaþjónustu, safnastarfsemi, í starfi með börnum og unglingum, með eldri borgurum og í allskyns menningarstarfsemi.
Námskeiðið verður haldið í Fjósinu í Arnardal, hefst föstudaginn 25. september kl. 20:00 og stendur til 22:00. Það heldur svo áfram laugardaginn 26. septmeber kl. 10:00-17:00.
Kennarar á námskeiðinu eru Ingi Hans Jónsson og Sigurborg Kr. Hannesdóttir frá Sagnamiðstöð Íslands.
Verð á námskeiðið er 16.300 kr.